Menu
Jarðarberjamúffur með rjómaostakremi

Jarðarberjamúffur með rjómaostakremi

Þessar dúnmjúku jarðarberjamúffur með rjómaostakremi eru ferskar og góðar og hægt að nota hvaða ber sem er í kökurnar. Rjómaostur með hvítu súkkulaði hentar fullkomlega sem krem á snúða og kökur og það er lítið mál að setja rjómaostinn beint á hverja köku fyrir sig í stað þess að þurfa að búa til krem sjálfur.

Einföld uppskrift dugar í um 15 stk.

Innihald

1 skammtar
fersk jarðarber
hveiti
sykur
lyftiduft
salt
vanilludropar
egg
mjólk
grísk jógúrt frá Gott í matinn
bráið smjör

Krem

rjómaostur með hvítu súkkulaði

Skref1

  • Skerið niður jarðarber í litla bita og setjið saman við 1 msk. hveiti og hrærið saman. Þetta kemur í veg fyrir að jarðarberin leki öll á botninn í formunum.
  • Setjið bollakökuform á bökunarplötu og hitið ofninn í 180°C með blæstri.

Skref2

  • Setjið öll þurrefnin saman í skál og hrærið vel saman.
  • Setjið egg, mjólk, gríska jógúrt , vanilludropa og bráðið smjör saman í skál og hrærið vel með písk.
  • Blandið því saman við þurrefnin og hrærið þar til deigið er orðið mjúkt og slétt.
  • Setjið jarðarberin saman við deigið og hrærið rólega saman við með sleif.

Skref3

  • Setjið um 2 msk. af deigi í hvert form, einnig gott að nota ísskeið.
  • Bakið í 15-20 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr kökunum og þær orðnar gullinbrúnar að lit.
  • Leyfið kökunum að kólna örlítið og setjið svo rjómaost með hvítu súkkulaði á hverja köku fyrir sig.
Skref 3

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir