Botn
					
						- Setjið hafrakex í matvinnsluvél og hakkið gróflega. 
- Bræðið smjör, hellið yfir hafrakexið og hrærið vel. 
- Bætið sykri saman við og hrærið. 
- Setjið 1-2 msk. af hafrakexi í hvert glas eða krukku fyrir sig og setjið til hliðar.
Ostamús
					
						- Afþýðið 200 g frosin jarðarber og setjið þau í matvinnsluvél og hrærið þar til berin eru orðin að vökva. 
- Þeytið rjóma ásamt 2 msk. af flórsykri þar til rjóminn er orðinn stífur og stendur og setjið til hliðar. 
- Þeytið rjómaostinn þar til hann er orðinn mjúkur og sléttur, bætið flórsykri og vanilludropum saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. 
- Bætið því næst jarðarberjunum saman við og hrærið. 
- Blandið rjómanum varlega saman við rjómaostablönduna og hrærið varlega með sleif þar til allt hefur náð að blandast vel saman. 
- Setjið ostamúsina í poka og sprautið henni í hvert glas fyrir sig eða notið matskeið. 
- Setjið í kæli.
Toppur
					
						- Bræðið dökkt súkkulaði yfir vatnsbaði. Fyrir þá sem vilja skreyta með súkkulaðihjúpuðum jarðarberjum er gott að dýfa jarðarberjunum ofan í súkkulaðið áður en rjómanum og sírópinu er blandað saman við súkkulaðið. 
- Þegar búið er að dýfa jarðarberjunum ofan í er gott að setja þau inn í kæli og láta súkkulaðið storkna. 
- Setjið því næst 4 msk. rjóma og 2 msk. síróp saman við súkkulaðið og hrærið vel. Setjið 1 msk af súkkulaði yfir hverja ostamús. 
- Þeytið rjóma og skreytið hverja mús með rjóma og súkkulaðihjúpuðum jarðarberjum. 
- Geymist í kæli þar til borið er fram.
            		Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir