Menu
Japönsk ostakaka með grískri jógúrt

Japönsk ostakaka með grískri jógúrt

Við ætlum svo sannarlega ekki að missa af þessu trendi en hér höfum við japanska ostaköku sem er einfaldlega gerð úr grískri jógúrt og kanilkexi. Ég ætla að gera tvær útgáfur með ykkur, aðra með kaffi og hina aðeins með jógúrt og kexi.

Þetta er eitthvað sem þið verðið að prófa og fullkomið fyrir tvo að deila einni dós saman.

Innihald

2 skammtar
grísk jógúrt frá Gott í matinn
kanilkex, t.d. Lu eða Biscoff
kaffi til að dýfa kexinu í, má sleppa
bökunarkakó

Aðferð

  • Setjið sex kanilkex ofan í dós af grískri jógúrt.
  • Setjið lokið aftur á og geymið inni í ísskáp.
  • Fyrir þau sem eru hrifin af kaffi má setja smá kaffi, eða 1-2 msk., út í dósina og hræra saman við grísku jógúrtina.
  • Dýfið svo kexinu örsnöggt ofan í kaffi og raðið ofan í dósina.
  • Setjið lokið aftur á og geymið inni í ísskáp.
  • Kaffiútgáfan er eiginlega tilbúin um leið en hin þarf 3-4 klst. í kæli eða yfir nótt.
  • Mér finnst kaffiútgáfan minna svolítið á tiramisú og svo má strá smá bökunarkakói yfir ef þið viljið.

Höfundur: Helga Magga