Við ætlum svo sannarlega ekki að missa af þessu trendi en hér höfum við japanska ostaköku sem er einfaldlega gerð úr grískri jógúrt og kanilkexi. Ég ætla að gera tvær útgáfur með ykkur, aðra með kaffi og hina aðeins með jógúrt og kexi.
Þetta er eitthvað sem þið verðið að prófa og fullkomið fyrir tvo að deila einni dós saman.
| grísk jógúrt frá Gott í matinn | |
| kanilkex, t.d. Lu eða Biscoff | |
| • | kaffi til að dýfa kexinu í, má sleppa |
| • | bökunarkakó |
Höfundur: Helga Magga