Menu
Jafningur

Jafningur

Hvort sem þú kýst að kalla þessa ljúffengu sósu jafning eða uppstúf er óhætt að segja að hún sé algjörlega ómissandi með hangikjötinu um jólin.

Innihald

1 skammtar
smjör
hveiti
nýmjólk frá MS
sykur
salt og hvítur pipar
múskat á hnífsoddi

Aðferð

  • Bræðið smjörið við vægan hita í potti og bætið hveitinu við.
  • Hrærið vel saman með písk þar til þykk blanda hefur myndast, svokölluð smjörbolla.
  • Hellið mjólkinni varlega í og hrærið uns blandan verður kekkjalaus.
  • Best er að bæta mjólkinni við í nokkrum skrefum og leyfa henni að þykkna á milli.
  • Gætið þess að hafa ekki háan hita undir pottinum þar sem sósan getur auðveldlega brunnið við.
  • Bætið sykri út í og hrærið.
  • Smakkið til með salti, hvítum og rifnu múskati.

Höfundur: Gott í matinn