Menu
Ítalskt salat með Grillosti

Ítalskt salat með Grillosti

Ferskt og gott salat sem hentar vel sem meðlæti eða létt máltíð.

Nýi Grillosturinn frá Gott í matinn er í anda Halloumi og hentar frábærlega á grillið eða á pönnuna.

Innihald

4 skammtar
Grillostur frá Gott í matinn (260 g)
askja kirsuberjatómatar
búnt basilíka
grænt pestó
jómfrúarolía
balsamikgljái
furuhnetur

Skref1

  • Skerið tómatana niður, saxið niður basilíkuna og blandið 2 msk. af ólífuolíu saman við.
  • Hellið á fallegan disk.

Skref2

  • Skerið Grillostinn í sneiðar (um 1 cm þykkar) og grillið á meðalheitu grilli.
  • Gott er að bera vel af matarolíu á grillið áður en osturinn er settur ber á grindina.
  • Grillið ostinn í um 2 mínútur á hvorri hlið eða þar til hann fer að mýkjast.

Skref3

  • Hrærið saman 2 msk. af pestó og 2 msk. af ólífuolíu og hafið til taks þegar Grillosturinn er tilbúinn.

Skref4

  • Raðið Grillostinum yfir salatið og setjið pestó, balsamikgljáa og furuhnetur yfir.
Skref 4

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir