Það elska allir einfaldar hugmyndir! Hér kemur sannarlega ein undurljúffeng og einföld. Þessir bitar henta vel í veislur, nestisboxið, hádegismatinn eða hvað sem ykkur dettur í hug. Auðvitað má leika sér aðeins með hráefnið en rjómaosturinn er hér lykilatriði. Til dæmis er hægt að bæta við klettasalati eða sleppa hráskinku fyrir þá sem vilja svo það er um að gera að útbúa sína uppáhalds ítölsku vefju.
stórar tortillavefjur | |
rjómaostur með tómötum og basilíku frá MS | |
stór tómatur | |
fersk basilíka | |
hráskinka |
Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir