Menu
Ítalskar pönnukökur með osti

Ítalskar pönnukökur með osti

Réttur sem hentar sem matur á smáréttaborð, í veisluna eða með grillmatnum. Ítölsku crespelle pönnukökurnar minna um margt á frönsku crêpes pönnukökurnar en eru ekki sætar. Þessar ítölsku eru rúllaðar upp með osti og henta t.d. vel sem litlir munnbitar með góðum drykk eða sem brauðmeti með mat.

Innihald

1 skammtar
hveiti
salt
egg
vatn
ólífuolía
fínt rifinn ostur að eigin vali, t.d. Tindur, Búri, Ísbúi

Skref1

  • Hrærið saman þurrefnum.
  • Brjótið eggin saman við, hellið vatninu með.
  • Hrærið þar til úr verður kekkjalaus blanda.
  • Athugið að deigið á að vera frekar þunnt.

Skref2

  • Notið pönnukökupönnu eða aðra góða og slétta pönnu.
  • Hitið hana og smyrjið með örlítilli ólífuolíu.
  • Bakið pönnuköku.
  • Um leið og hver pönnukaka er tilbúin, dreifið yfir hana rifnum osti og rúllið upp.

Skref3

  • Berið fram í heilu lagi eða með því að skipta þeim niður í minni bita.
  • Borðið með mat eða notið sem brauðmeti á smáréttaborð.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir