Menu
Íslenskar pönnukökur

Íslenskar pönnukökur

Ég er á því að allir þurfa að eiga skothelda pönnuköku uppskrift í sínum fórum og hér er ein slík. Ég vona að þetta verði uppskrift sem þið leitið í aftur og aftur, því það gerist eiginlega ekki betra en að skella í pönnukökur með sunnudagskaffinu eða fyrir veisluhöld af hvaða tagi sem er.

Innihald

20 skammtar
hveiti
sykur
salt
matarsódi
egg
nýmjólk frá MS
vanilludropar
smjör (eða 2,5 msk. matarolía)

Skref1

  • Blandið þurrefnunum saman í skál.
  • Þeytið saman 1 egg og 250 ml mjólk, hellið saman við þurrefnin og hrærið þangað til kekkjalaust.
  • Þeytið saman hitt eggið og 250 ml af mjólk ásamt vanilludropum, hellið saman við deigið og hrærið áfram.
  • Bræðið þá smjörið á pönnunni, hellið út í deigið og hrærið saman.

Skref2

  • Best er að baka þunnar pönnukökur úr deiginu og gott er að hræra reglulega í deiginu og þynna ef þörf krefur.
  • Hellið þunnu lagi af deiginu á pönnuna og bakið pönnukökuna þar til hún er farin að þorna á yfirborðinu.
  • Snúið pönnukökunni við og bakið þar til hún verður ljósbrún á hinni hliðinni.
  • Um 20-25 stk. fást úr einni uppskrift.
  • Rúllið loks pönnukökunum upp með sykri eða berið fram með því sem hugurinn girnist, t.d. jarðarberjum og sírópi.
Skref 2

Höfundur: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir