Menu
Ískaffi með Ísey skyri

Ískaffi með Ísey skyri

Próteinríkt ískaffi sem kemur skemmtilega á óvart og smakkast vel allan ársins hring.

Innihald

2 skammtar
ísmolar
tilbúið kaffi við stofuhita eða kælt
Ísey skyr vanilla
nýmjólk
frosinn banani

Aðferð

  • Setjið vanilluskyr, nýmjólk og frosinn banana í blandara og blandið saman þar til mjúkt og kekkjalaust.
  • Fyllið tvö glös af ísmolunum og hellið kaffinu yfir.
  • Bætið rjómakenndri skyrblöndunni saman við og hrærið létt.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir