Menu
Wellington - innbakað nautafillet

Wellington - innbakað nautafillet

Klassísk uppskrift að hinni vinsælu Wellington nautasteik sem slær alltaf í gegn.

Innihald

6 skammtar
vel verkað og fitusprengt nautafillet eða framfillet
smjördeig
Smá olía til steikingar
Salt og pipar

Sveppa og laukmauk (duxelles):

stór laukur
sveppir
lifrarkæfa
brauðraspur
smjör
Salt og pipar

Madeira sósa:

dökkt nautakjötsoð
Madeira
hveiti
smjör
Sósulitur

Skref1

 • Saxið laukinn og sveppina smátt og steikið upp úr smjörinu, stráið salti og pipar.
 • Setjið brauðraspinn út á og veltið vel saman með sleif, látið kólna.
 • Merjið kæfuna saman við með sleif.

Skref2

 • Brúnið nautafilletið á öllum hliðum á snarpheitri pönnu, kryddið með salti og pipar, látið kólna.

Skref3

 • Fletjið smjördeigið út í 3mm þykkt, dreifið hluta af maukinu á deigið á flöt sem er á stærð við kjötið.
 • Leggið kjötið ofan á og hyljið með restinni af maukinu.
 • Penslið brúnir deigsins með hrærðu eggi og brjótið deigið yfir þannig að það liggi þétt utan um kjötið.
 • Pressið brúnirnar saman með gaffli.
 • Penslið deigið að utan með egginu og gerið 2 smá göt ofan á deigið.

Skref4

 • Setjið í 200° heitan ofn og bakið í um 20 mín eða þar til steikarmælir sýnir 58° í kjarna.
 • Takið steikina út og leyfið henni að jafna sig í 10 mínútur áður en hún er skorin.

Madeira sósa

 • Setjið soð og Madeira í pott og þykkið með smjörbollunni, litið með sósulit, bragðbætið með salti og pipar.

Höfundur: Klúbbur matreiðslumeistara