Menu
Ídýfan

Ídýfan

Ég átti dálítið erfitt með að koma með annað nafn á þess uppskrift. Þetta er hreinlega ídýfan með stóru Í–i. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef gert hana og í hvert skipti biður fólk um uppskriftina. Ídýfan er ákaflega einföld og mjög fersk. Okkur finnst best að bera hana fram með bragðmiklum tortillaflögum, þessum í svörtu pokunum.

Innihald

1 skammtar
sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
stór rauðlaukur eða 1 lítill
rauð paprika
fersk steinselja

Aðferð

  • Saxið grænmetið mjög smátt, með hníf ef þið nennið en annars er þægilegt að skella því í matvinnsluvél og saxa smátt þar.
  • Setjið grænmetið á eldhúspappír og kreistið aðeins vökvann úr því.
  • Hrærið blöndunni saman við tvær dósir af sýrðum rjóma.
  • Ídýfan er góð strax en enn betra að leyfa henni að standa í ísskáp í 2-3 klst.
Aðferð

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir