Menu
Hvítsúkkulaði tiramisu með freyðivíni og sítrónutvisti

Hvítsúkkulaði tiramisu með freyðivíni og sítrónutvisti

Einn hátíðlegasti eftirréttur sem ég veit um er tiramisu. Þetta tiramisu er ef til vill afar frábrugðið hinu hefðbundna en alveg einstaklega bragðljúft og svo sparilegt. Ég skipti hefðbundna kaffinu og líkjörnum út fyrir freyðivín og limoncello líkjör sem fer einstaklega vel með rjómakenndri fyllingu, hvítu súkkulaði og örlítið súrum hindberjum. Þetta er ekta hátíðar eftirréttur sem verður á mínu borði á gamlárskvöld. Ég mæli með að gera réttinn kvöldinu áður en hann er borinn fram, þannig verður hann ómótstæðilegur. Ég bar réttinn fram í glærri triffli skál en hann má auðveldlega leggja í hvaða form eða skál sem er líkt og hefðbundið tiramisu.

Innihald

1 skammtar
rjómi frá Gott í matinn
eggjarauður
sykur
íslenskur mascarpone frá Gott í matinn, við stofuhita
vanilluextract eða fræ úr einni vanillustöng
hvítt súkkulaði
lemoncurd
lady fingers, kökufingur
freyðivín
limoncello
hindber, eða eftir smekk

Skref1

  • Þeytið rjómann og geymið í ísskáp.
  • Setjið eggjarauður í skál ásamt sykrinum og kornunum úr vanillustönginni.
  • Setjið skálina yfir pott með sjóðandi vatn á meðalhita og þeytið með písk í um 10 mínútur þar til eggjablandan er aðeins ljósari. Takið hana svo af hitanum og þeytið áfram með hrærivél eða handþeytara þar til eggin þykkna og verða ljós.

Skref2

  • Hrærið þá mjúkum mascarpone ostinum saman við með þeytaranum þar til alveg komið saman.
  • Bætið loks þeyttum rjómanum saman við með sleikju.
  • Saxið hvíta súkkulaðið.

Skref3

  • Blandið saman freyðivíni og limoncello.
  • Dýfið fingurkökunum vel ofan í blönduna (gott að leyfa að liggja í nokkrar sekúndur) og raðið í form þar til kökurnar þekja botninn.
  • Dreifið þriðjungi af mascarpone blöndunni yfir, setjið nokkrar vænar doppur af lemoncurd yfir og dragið í gegnum blönduna með hníf svo dreifist aðeins.
  • Dreifið yfir hvítu súkkulaði og hindberjum.
  • Endurtakið þar til fingurkökurnar og rjómablandan er búin.

Skref4

  • Ef sett í háa skál líkt og á myndinni er vel hægt að gera þrjú lög. Í lægra og víðara fati má gera tvö lög.
  • Toppið síðasta rjómablöndulagið með vel af rifnu hvítu súkkulaði og setjið í ísskáp í a.m.k. 8 klst. áður en borið fram.
  • Best er að gera réttinn kvöldið áður en hann er borinn fram.
Skref 4

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir