Menu
Hvít súkkulaðimús með piparkökum og jarðarberjum

Hvít súkkulaðimús með piparkökum og jarðarberjum

Hvít súkkulaðimús með piparkökumulningi og marineruðum jarðarberjum er góður og hátíðlegur en eiginlega fáránlega einfaldur eftirréttur. Aðalflækjustigið er líklega að bíða eftir að rjóma-súkkulaðiblandan kólni svo það er snjallræði að undirbúa hana daginn áður og þá verður eftirleikurinn leikur einn. Uppskriftin er stór en má auðveldlega helminga.

Innihald

10 skammtar

Hvít súkkulaðimús

rjómi frá Gott í matinn
hvítt súkkulaði (dropar eða saxað)
íslenskur mascarpone frá Gott í matinn

Marineruð jarðarber

jarðarber
sykur
balsamikedik
nýmalaður svartur pipar

Piparkökumulningur

piparkökur
smjör

Skref1

  • Setjið rjómann í pott og hitið að suðu en ekki láta hann bullsjóða.
  • Takið af hitanum og hellið yfir hvíta súkkulaðið í skál.
  • Hrærið varlega saman þar til alveg komið saman.
  • Setjið plastfilmu yfir og inn í ísskáp í a.m.k. 8 klst.
  • Gott að gera daginn áður en bera á súkkulaðimúsina fram.

Skref2

  • Saxið jarðarberin í litla bita og setjið í skál ásamt sykri, balsmikediki og pipar.
  • Hrærið þessu vel saman og geymið í ísskáp allt að 2 klst. eða þar til þið eruð tilbúin að setja réttinn saman.
  • Bræðið smjör í potti þar til það brúnast örlítið.
  • Myljið piparkökurnar fínt niður og bætið saman við smjörið og blandið vel saman.
  • Setjið mulninginn í botninn á glösum eða því íláti sem þið ætlið að nota til að bera músina fram og leyfið að kólna.

Skref3

  • Takið rjómablönduna úr kæli.
  • Setjið Mascarpone ostinn í skál eða hrærivélaskál og þeytið hann aðeins upp svo hann mýkist, bætið rjóma-súkkulaðiblöndunni rólega saman við á meðan þið þeytið. Þeytið svo áfram þar til þið eruð með áferð svipaða þeyttum rjóma. Athugið að blandan er frekar fljót að þeytast.
  • Setjið músina í sprautupoka og sprautið í glösin.
  • Toppið hvert glas með jarðarberjunum.
  • Rétturinn geymist ekki vel eftir að jarðarberin eru komin ofan á en hægt er að gera bæði mulninginn og músina tilbúna t.d. daginn áður og setja réttinn svo saman rétt áður en hann er borinn fram. Ath. að réttinn má auðvitað líka bera fram í einni stórri skál.
Skref 3

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir