Menu
Hvít súkkulaðimús með hindberjum

Hvít súkkulaðimús með hindberjum

Einfaldur og góður eftirréttur sem á alltaf vel við.

Innihald

6 skammtar

Súkkulaðimús:

hvítt súkkulaði
rjómaostur frá Gott í matinn
vanilludropar
rjómi frá Gott í matinn
sjávarsalt
eggjahvítur
sykur

Toppur:

Hindber
Flórsykur

Skref1

  • Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og hrærið þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg.
  • Setjið til hliðar og kælið.

Skref2

  • Hrærið rjómaost og vanilludropa saman þar til rjómaosturinn er orðinn mjúkur og sléttur.
  • Bætið rjómanum saman við og hrærið vel í rúmar 3 mínútur.

Skref3

  • Hrærið eggjahvítur og salt saman í annarri skál og bætið sykrinum varlega saman við.
  • Hrærið þar til blandan er orðin stíf og stendur.

Skref4

  • Blandið brædda súkkulaðinu saman við rjómaostablönduna ásamt eggjahvítunum.
  • Hrærið varlega saman með sleif þar til allt hefur blandast vel saman.

Skref5

  • Sprautið súkkulaðimúsinni jafnt í eftirréttaglös og kælið inn í ísskáp í rúmlega 2 klst.
  • Skreytið með ferskum hindberjum og flórsykri.
  • Geymist í kæli þar til súkkulaðimúsin er borin fram.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir