Menu
Hveiti og glútenlaus pistasíukaka

Hveiti og glútenlaus pistasíukaka

Þessi kaka er ekki mjög sæt (sem höfðar til marga) og  inniheldur hún heldur ekkert hveiti og eru það pistasíuhnetur og marsípan sem fá að njóta sín í staðinn og gefur um leið kökubotninum fallegan grænan blæ.

Innihald

12 skammtar

Hvítt súkkulaðiskyrkrem:

hvítt súkkulaði
rjómi frá Gott í matinn
Ísey skyr með vanillubragði

Kökubotn:

marsípan
smjör, mjúkt
sykur
salt
egg
pistasíuhnetur

Kökubotn

 • Hitið ofninn í 175°C.
 • Rífið marsípanið gróft og setjið í skál.
 • Þeytið það með smjöri, sykri og salti þar til allt hefur blandast vel.
 • Bætið eggjum við, einu í einu og þeytið vel á milli.
 • Hakkið hneturnar í gróflegt mjöl og blandið þeim saman við.
 • Setjið deigið í kringlótt smelluform og bakið í 30-35 mínútur.
 • Kælið kökuna vel.

Hvítt súkkulaðikrem

 • Hellið rjóma í pott og látið suðuna koma upp.
 • Bætið súkkulaði saman við og látið það bráðna í rjómanum.
 • Slökkvið á hitanum og hrærið í.
 • Látið kólna í um klukkutíma.
 • Hrærið skyri saman við og setjið kremið í ísskáp og kælið í um 3 tíma - líka hægt að gera kvöldið áður.
 • Þeytið kremið (með rafmagnsþeytara) áður en það er smurt á kökubotninn.
 • Við það þykknar kremið mikið.
Hvítt súkkulaðikrem

Samsetning

 • Smyrjið kreminu fallega yfir kökuna og raðið hindberunum ofan á kremið.
 • Saxið nokkrar pistasíuhnetur gróflega og dreifið þeim yfir kökuna.
Samsetning

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal