Menu
Humarpizza

Humarpizza

Þessi pítsa lenti í 1. sæti í pítsukeppni Gestgjafans, Gott í matinn og Wewalka í nóvember 2016. Dómnefndin var sammála um að þessi pítsa væri bragðgóð og góð undir tönn og pistasíuhneturnar setja punktinn svo sannarlega yfir i-ið. Sósan er milduð aðeins með sýrðum rjóma sem gerir pítsuna fínlega og passar hún því vel með safaríkum humrinum. Hér má líka skipta út humri fyrir risarækjur en þær eru alls ekki síðri en humarinn.

Innihald

4 skammtar

Humarpítsa

ostakubbur frá Gott í matinn, skorinn í litla bita
Dala brie, skorinn í þunnar sneiðar
pizzadeig
smjör
humar eða risarækjur
hvítlauksgeirar, pressaðir (2-3 stk.)
fersk steinselja
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar
pítsusósa (2-4 msk.)
sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn (2-4 msk.)
handfylli klettasalat
pistasíuhnetur, gróft saxaðar (2-3 msk.)
ólífuolía til að dreypa yfir

Skref1

  • Hitið ofn í 220°C.
  • Hitið smjör á pönnu og steikið humar, hvítlauk og steinselju í örstutta stund eða þar til humarinn byrjar að verða bleikur.
  • Í raun er þessi steiking bara rétt til að koma kryddunum og smjörinu á hann.
  • Bragðbætið með salti og pipar.

Skref2

  • Hrærið saman pítsusósu og sýrðum rjóma og smyrjið á pítsudeigið.
  • Raðið humrinum, ostakubbi (áður fetakubbi) og Dala brie ofan á og bakið í 12-15 mín.

Skref3

  • Dreifið klettasalati, pistasíum og ólífuolíu yfir þegar pítsan er tekin úr ofninum.

Höfundur: Heiða Hrönn Björnsdóttir og Kristín Anna Tryggvadóttir