Menu
Hrekkjavöku skyrkaka með hvítu súkkulaði

Hrekkjavöku skyrkaka með hvítu súkkulaði

Hrekkjavakan er skemmtilegur tími og þá er tilvalið að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín út í ystu æsar. Hér hefur "blóðsósu" verið hellt yfir ljúffenga skyrköku en sósan er búin til úr sætri dósamjólk og lituð með rauðum matarlit.

Innihald

1 skammtar

Botn

oreo kex
smjör

Fylling

Ísey skyr vanillu
rjómi frá Gott í matinn
vanillustöng
hvítt súkkulaði

Rauð sósa

niðursoðin mjólk (condensed milk)
kakó
vanilludropar
rauður matarlitur

Botn

  • Bræðið smjör og myljið oreo kexkökurnar.
  • Blandið saman og látið í botninn á 23 cm bökunarformi sem er klætt með smjörpappír.
  • Þrýstið botninum niður með skeið.

Fylling

  • Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði.
  • Skafið fræin úr vanillustönginni og blandið saman við rjómann. Stífþeytið rjómann.
  • Bætið skyrinu varlega saman við rjómann með skeið og hvíta súkkulaðinu á eftir.
  • Hellið yfir kexbotninn og látið í kæli eða frysti í að minnsta kostið 2 klst.

Rauð sósa

  • Blandið öllum hráefnunum fyrir sósuna saman í skál.
  • Hellið yfir skyrkökuna og skreytið að vild svo úr verður sannkölluð Halloween veisla!

Höfundur: Berglind Guðmundsdóttir