Nú erum við stödd í miðjum Ostóber og Hrekkjavakan er á næsta leiti. Sú hefð hefur skapast hjá mörgum að bjóða vinum og fjölskyldu í partý af því tilefni og veitingarnar eru þá hafðar í anda hátíðarinnar. Þessi ostakúla er alveg stórkostleg, hún er einföld og alveg ótrúlega bragðgóð. Nokkrar tegundir af góðum ostum og smá mexíkósk stemning í bragðinu. Með kúlunni bar ég fram nokkrar mismunandi tegundir af kexi og snakki en einnig er gott að hafa með ferska papriku eða agúrkustangir t.d. Þessa verðið þið hreinlega að prófa!
| rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn | |
| Mexíkósk ostablanda frá Gott í matinn | |
| græn paprika, passið að geyma stilkinn | |
| vorlaukar | |
| rifinn cheddar ostur frá Gott í matinn | |
| taco kryddblanda | |
| ostasnakk, tegund skiptir ekki máli | |
| • | plastfilma |
| • | 4 gúmmíteygjur |
| • | flögur, kex, brauðstangir, paprika |
Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal