Menu
Hrekkjavöku ostakúla

Hrekkjavöku ostakúla

Æðislega góð ostakúla sem er tilvalin á Hrekkjavökuborðið.

Innihald

1 skammtar
rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
mexíkósk ostablanda frá Gott í matinn
laukur
cumin
salsasósa
papríka fyrir topinn
ostasnakk, t.d. appelsínugult Doritos

Skref1

  • Rjómaosti, mexíkó ostablöndu, smátt skornum lauk, cumin og salsasósu er hrært vel saman í skál.
  • Plastfilma er lögð á borðið og ostablandan ofan á filmuna.
  • Setjið næst endana á filmunni saman og myndið kúlu og setið í ískáp í um 2 tíma.
  • Hægt er að setja hana aðeins inn í frysti til að flýta fyrir að hún verði þéttari.

Skref2

  • Snakkið er mulið smátt í skál og toppurinn af papríku skorinn af.
  • Þegar osturinn er til þá er plastfilman tekin af og kúlunni vellt vel upp úr snakk mulingnum. Svo er hægt að móta hana aðeins svo hún líkist graskeri.
  • Toppurinn er settur á og svo er bara að njóta með snakki, kexi eða pretzel.
  • Gleðilega hrekkjavöku.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir