Menu
Hrekkjavöku ostakökur

Hrekkjavöku ostakökur

Einfaldar og skemmtilegar hrekkjavöku ostakökur sem minna á grafreiti og henta því einstaklega vel fyrir hrekkjavöku. 

Innihald

4 skammtar
rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
royal búðingur með vanillu
vanillublanda frá MS
súkkulaði- eða hafrakex

Toppur

ljóst lu kex (eða annað kex fyrir legsteina)
glassúr eða matartúss

Aðferð

  • Hrærið saman rjómaosti og vanillublöndu í hrærivél.
  • Næst fer búðingsduftið út í og hrært vel þar til allir kekkir eru farnir og blandan er orðin silkimjúk.
  • Myljið kexið og setjið kex og ostakökublöndu til skiptis í glös eða skál, en uppskriftin dugar í 4-6 glös.
  • Kökuna þarf að setja inn í ísskáp og kæla í minnst 30 mínútur áður en hún er borin fram.
  • Toppið með kexkökum sem er tilvalið að skreyta með glassúr eða matartúss og t.d. skrifa R.I.P. í anda hrekkjavöku.

Höfundur: Gott í matinn