Menu
Hrekkjavöku ostabakki

Hrekkjavöku ostabakki

Það er svo gaman að útbúa þemaveitingar fyrri hrekkjavökuna. Það þarf sannarlega ekki alltaf að vera flókið og allt sem er á þessum bakka var einfalt og fljótlegt að útbúa.

Innihald

1 skammtar

Innbökuð múmía

  • Hitið ofninn í 180°C.
  • Skerið pizzadeig í strimla. Ég keypti upprúllað tilbúið deig og notaði hluta af því.
  • Raðið deigstrimlum yfir ostinn til að búa til múmíu og rennið deiginu aðeins undir ostinn, færið yfir í eldfast mót.
  • Bakið í 12 mínútur og setjið síðan augun á með því að setja svarta ólífusneið og síðan sykurauga ofan á hana.

Hrekkjavöku ostabakki

  • Innihaldsefnin sem koma fram hér til hliðar eru til viðmiðunar og auðvitað má nota hvaða meðlæti sem er.
  • Gefið hugmyndafluginu lausan tauminn og leikið ykkur með sykuraugu og hrekkjavökuskraut til að búa til skemmtilegan ostabakka fyrir Halloween gleðina.
Hrekkjavöku ostabakki

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir