Menu
Hrekkjavöku draugadesert

Hrekkjavöku draugadesert

Það þarf ekki að vera flókið til að vera draugalegt! Þessi undursamlega skyrkaka með brownie bitum er alveg dásamlega góð og við mælum með henni fyrir næsta hrekkjavökupartý!

Uppskriftin dugar í 4-6 glös.

Innihald

4 skammtar
brownies (ykkar upphálds eða keypt tilbúin)
jarðarberjasósa (sjá uppskrift hér til hliðar)
skyrfylling (sjá uppskrift hér til hliðar)
sykuraugu

Jarðarberjasósa

fersk jarðarber
sykur

Skyrfylling

Ísey skyr með vanillubragði
rjómi frá Gott í matinn

Jarðarberjasósa

  • Blandið sykri og jarðarberjum saman í pott og náið upp suðunni.
  • Leyfið blöndunni að malla þar til sykurinn leysist upp og jarðarberin mýkjast (nokkrar mínútur).
  • Kælið áður en þið notið.

Skyrfylling

  • Þeytið rjómann og vefjið saman við skyrið með sleikju þar til slétt áferð myndast.

Samsetning

  • Skerið brownies í munnstóra bita og leggið í botninn á krukkunni.
  • Setjið vanilluskyr-fyllingu yfir og næst um matskeið af jarðarberjasósu.
  • Endurtakið brownies og vanilluskyr-fyllingu.
  • Skreytið með sykuraugum.
Samsetning

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir