Menu
Hreindýrabollakökur – jólalegar bollakökur

Hreindýrabollakökur – jólalegar bollakökur

Sætar og jólalegar bollakökur.

Innihald

24 skammtar

Bollakökur:

Betty Crocker Devils Food Cake Mix
Royal súkkulaðibúðingur
matarolía
dós Sýrður rjómi frá Gott í matinn (180 g)
Nýmjólk
egg
vanilludropar
suðusúkkulaðidropar

Súkkulaðikrem:

suðusúkkulaði
smjör frá MS (við stofuhita)
flórsykur
vanilludropar
bökunarkakó
Nýmjólk (2-4 msk.)

Skraut:

Saltkringlur
Litlar piparkökukúlur
Wilton nammiaugu (fást í Allt í köku)
Rauðar og brúnar stórar sykurperlur (fást í Allt í köku)
Límt saman með bræddu súkkulaði

Bollakökur

  • Setjið allt nema súkkulaðidropana í skál, hrærið þar til slétt og fínt.
  • Hrærið súkkulaðidropana saman við með sleif.
  • Skiptið á milli bollakökuformanna og bakið við 160°C í um 20 mínútur.

Súkkulaðikrem

  • Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og leyfið því að standa á meðan þið þeytið rest saman svo súkkulaðið sé ekki of heitt þegar það er sett út í.
  • Þeytið smjör þar til létt og ljóst.
  • Bætið flórsykri og bökunarkakó smátt og smátt saman við og skafið niður á milli.
  • Bætið vanilludropunum við að lokum og hrærið því næst bræddu súkkulaðinu varlega saman við með sleif.
  • Bætið nokkrum msk. af mjólk saman við eftir þörfum svo auðvelt sé að smyrja kreminu á.
  • Skrautið er síðan límt á með bræddu súkkulaði
Súkkulaðikrem

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir