Menu
Horn með hvítu súkkulaðikremi og hindberjum

Horn með hvítu súkkulaðikremi og hindberjum

Hornin geymast vel í frysti en til að hressa upp á þau er upplagt að hita þau rétt aðeins í ofni og bera fram með rjúkandi heitum kaffibolla eða ískaldri mjólk.

Innihald

1 skammtar

Horn:

þurrger
mjólk
sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
síróp
egg
hveiti (9-10 dl)
vanillusykur
mjúkt smjör
Salt á hnífsodd

Fylling:

mjúkt smjör
flórsykur
hvítt súkkulaði
rjómaostur frá Gott í matinn (2-4 msk.)
hindber (1-2 dl)
egg til að pensla hornin með

Glassúr:

flórsykur
vatn (3-4 msk.)

Skraut:

Flórsykur
Hindber
Sítrónu-melissa eða mynta

Deig

 • Mælið um helminginn af hveitinu og setjið það í skál ásamt þurrgeri, salti, og vanillusykri.
 • Hitið mjólkina í um 37 °C (má alveg vera aðeins heitari) og setjið hana til hliðar.
 • Þeytið eggin létt saman með gaffli og blandið þeim saman við mjólkina ásamt smjörinu, sírópinu og sýrða rjómanum.
 • Smjörið þarf alls ekki að bráðna í mjólkinni heldur er það einmitt mjög gott ef það gerir það ekki. Við það fást einmitt mýkri bollur.
 • Hellið vökvann saman við hveitið og hrærið í deig. Bætið hveiti við eftir þörfum þar til deig hefur myndast og hnoðið það með léttar hendur þar til það er gott viðkomu.
 • Setjið deigið í skál og látið það hefast á hlýjum stað í 30 mínútur.
 • Hnoðið deigið vel eftir að það er búið að hefast.
 • Skiptið deiginu í tvennt og fletjið hvern hluta út í hring sem er um ½ cm þykkur, líklega um 25- 30 cm á breidd og sem hægt er að skera í 8 ,,pizzusneiðar“.
Deig

Krem

 • Blandið flórsykur og mjúkt smjör saman í skál.
 • Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og blandið því saman við smjörið og flórsykrinum.
 • Bætið rjómaostinum saman við og hrærið í þykkt krem.
 • Setjið hindberin í skál – ef notuð eru frosin hindber þarf að láta þau þiðna áður en þau eru sett í hornin.

Hornin

 • Setjið eina tsk. af súkkulaðikreminu á breiðari endann af ,,pizzusneiðinni.“
 • Setjið eitt til tvö hindber ofan á kremið.
 • Rúllið sneiðinni saman þannig að spíssinn endar undir horninu sjálfu. Gott er að þrýsta deiginu saman í kringum fyllinguna, þá er hættan minni á að fyllingin leki úr hornunum á meðan þau eru að bakast.
 • Leggið hornið á bökunarplötu með bökunarpappír og togið aðeins í endana og leggið þá á móti hvort öðru þannig að það myndist sveigur á horninu.
 • Látið hornin hefast í um 30 - 40 mínútur.
 • Penslið hornin með léttþeyttu eggi fyrir fallegan glans.
 • Stráið perlusykri yfir hornin og bakið þau neðarlega í ofninum í 13 – 17 mínútur á 220°C.
 • Þegar hornin hafa kólnað er glassúrinn hrærður saman og sprautaður yfir hornin.
 • Fallegt er að strá flórsykri yfir hornin.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal