Menu
Hnetusmjörskaka með súkkulaðiglassúr og salthnetum

Hnetusmjörskaka með súkkulaðiglassúr og salthnetum

Kökubotnin er mjúkur og inniheldur m.a. hnetusmjör og súkkulaðibita, ofan á er silkimjúkur glassúr sem salthnetum er stráð yfir í lokin. Kakan bragðast best með ískaldri mjólk. Verði ykkur að góðu!

Innihald

12 skammtar
púðursykur
sykur
smjör
hnetusmjör
egg
hveiti
matarsódi
dökkt súkkulaði, smátt skorið

Súkkulaðiglassúr:

smjör, brætt
suðusúkkulaði
flórsykur
vanillusykur
salthnetur (1-2 dl)

Botn

  • Stillið ofninn á 175°C.
  • Þeytið púðursykur, sykur, smjör og hnetusmjör vel saman.
  • Bætið egginu við og þeytið áfram.
  • Síðast er hveitinu hrært saman við sem búið er að bæta matarsóda við.
  • Hellið í form og bakið neðarlega í ofninum í 20-30 mínútur.
  • Látið kökuna kólna á meðan glasúrinn er búinn til.

Glassúr

  • Bræðið smjörið, bætið súkkulaðinu saman við og látið það bráðna í smjörinu.
  • Hrærið vanillu- og flórsykur saman við í krem og dreifið yfir kökuna.
  • Stráið salthnetum yfir.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal