Menu
Hnetu súkkulaðikökur með salthnetum

Hnetu súkkulaðikökur með salthnetum

Uppskriftin gerir um 20 kökur.

Innihald

1 skammtar
smjör
Síríus heslihnetusmjör eða nutella
ljós púðursykur
sykur
egg
vanilludropar
kornax hveiti
matarsódi
maldon salt
hvítir súkkulaðidropar frá Nóa Siríus
dökkt súkkulaði frá Nóa siríus, grófsaxað

Toppur

dökkt súkkulaði frá Nóa Siríus
salthnetur, grófsaxaðar

Skref1

  • Hitið ofninn í 180°c og setjið smjörpappír á bökunarplötu.

Skref2

  • Setjið smjör, heslihnetusmjör, púðursykur, sykur, egg og vanilludropa saman í skál og hrærið þar til allt hefur náð að blandast vel saman, í rúmar 5 mínútur.
  • Skafið hliðarnar á skálinni.

Skref3

  • Blandið saman hveiti, matarsóda og salti saman í skál og blandið saman við deigið.

Skref4

  • Grófsaxið dökka súkkulaðið og blandið því sama við ásamt hvítu súkkulaðidropunum og hrærið þar til allt hefur náð að blandast vel saman.

Skref5

  • Setjið um 1 msk. af deigi í hverja köku og myndið kúlu úr því, raðið þeim með jöfnu millibili á bökunarplötuna.
  • Setjið plastfilmu yfir kökurnar og setjið þær inn í ísskáp og kælið í 1 klst.

Skref6

  • Bakið kökurnar í 8-10 mínútur.
  • Kökurnar eru linar þegar þær eru teknar út úr ofninum en jafna sig þegar þær kólna.
  • Kælið kökurnar aðeins áður en þið setjið toppinn ofan á.

Toppur

  • Bræðið dökka súkkulaðið yfir vatnsbaði og hrærið þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg.
  • Slettið súkkulaðinu óreglulega yfir hverja köku.
  • Grófsaxið salthneturnar og setjið ofan á hverja köku fyrir sig.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir