Karamellusósa
- Öll hráefnin sett í pott og látin bráðna saman.
- Þegar suðan er komin upp er hitinn lækkaður og sósan látin malla í 15-20 mínútur.
- Hrærið af og til.
- Takið pottinn af hitanum og látið standa þar til sósan á að vera notuð.
- Hún má alveg vera í þynnra lagi og á líka að vera það þegar henni er hellt yfir kökuna – hún þykknar þegar hún kólnar.
Hnetu-Snickers kaka
- Stillið hitann á ofninum í 180°C. Finnið til ofnfast mót og setjið í það bökunarpappír. Formið á ekkert að vera mjög stórt. Þetta verða svona 10-12 bitar af köku.
- Mælið þurrefnin saman í skál, þ.e. hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt og setjið þau í skálina. Setjið skálina svo til hliðar.
- Bræðið smjörið og blandið púðursykrinum saman við. Hrærið vel þar til sykurinn er leystur upp - bætið þá eggi og vanillusykri saman við og þeytið létt þar til allt hefur blandast vel saman.
- Skerið snickers-stykkin í litla mola.
- Blandið þurrefnunum saman við smjör- og sykurblönduna.
- Hafið allar skálarnar fyrir framan ykkur því núna á að raða í bökunarformið. Hluti af kökudeiginu fer í botninn á forminu, en athugið að setja ekki allt heldur frekar þunnt lag í botninn. Hafið engar áhyggjur, kakan mun stækka. Stráið snickers-molum yfir deigið. Hellið næst karamellusósunni yfir allt deigið þannig að það er þakið sósu. Setjið afganginn af kökudeiginu yfir karamellusósuna og gott er að nota skeið til þess og dreifa úr deiginu. Kakan á eftir að hækka mjög þegar hún bakast.
- Setjið kökuna í ofninn og bakið hana í 25 mínútur. Hún á að vera laus í sér þegar þið takið hana út úr ofninum þannig að alls ekki baka hana lengur. Látið hana kólna í rúmlega klukkutíma áður en smakkað er.
Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal