Menu

Hnetu ostakaka með súkkulaðihjúpuðum heslihnetum

Við getum svo sannarlega mælt með þessari!

Innihald

12 skammtar

Botn

hafrakex
ristaðar karamelluhnetur
smjör við stofuhita
nutella

Ostakaka

hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
nutella
flórsykur

Toppur

súkkulaðihjúpaðar heslihnetur, hakkaðar

Skref1

 • Setjið smjörpappír í hringlaga form um 22 cm að stærð.

Skref2

 • Setjið hafrakex, ristaðar karamelluhnetur, smjör og heslihnetusmjör saman í matvinnsluvél og hakkið þar til allt hefur blandast vel saman og er orðið vel blautt af smjörinu.
 • Þrýstið hafrakexblöndunni ofan í botninn á forminu, gott er að nota glas eða skeið.
 • Kælið botninn á meðan þið undirbúið ostakökuna.

Skref3

 • Hrærið rjómaost og flórsykur saman þar til blandan verður mjúk og slétt.
 • Bætið Síríus heslihnetusmjöri saman við og hrærið þar til allt hefur náð að blandast vel saman.

Skref4

 • Setjið rjómaostablönduna í formið ofan á hafrakexbotninn.

Skref5

 • Setjið súkkulaðihjúpuðu heslihneturnar í matvinnsluvél og grófhakkið.
 • Setjið þær ofan á ostakökuna og þrýstið þeim örlítið niður svo þær festist vel.

Skref6

 • Kælið í 5 klukkustundir.
 • Geymið í kæli þar til kakan er borin fram.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir