Menu
Hleðslu boost

Hleðslu boost

Eitt af því sem ég elska eftir góða æfingu er ískalt boost. Mjög þægilegt að skella í þetta eða gera það kvöldinu áður og taka með sér í nesti. Nýja Hleðslan er með karamellubragði og passar frábærlega vel í þetta boost með kaffiklökunum en að sjálfsögðu má nota hvaða Hleðslu sem er.

Innihald

1 skammtar
frosinn banani (120 g)
fersk daðla (10 g)
Hleðsla með karamellubragði
hnetusmjör (7 g)
kaffiklakar eða klakar og instant kaffiduft

Aðferð

  • Blandið öllu vel saman í blandara, hellið í glas og toppið með smá kókosmjöli.
  • Mjög gott er að frysta kaffi, t.d. instant kaffi og nota sem kaffiklaka í þetta boost en eins má setja kaffiduft beint í boostið.

Næringargildi

  • Fyrir þau sem að telja macros fylgir skráning næringargilda með.
  • Næring í eitt boost (sbr. uppskrift): Kolvetni: 50 g - Prótein:24,7 g - Fita: 5,2 g - Trefjar: 4 g.
  • Þú finnur þessa skráningu í Myfitnesspal appinu með því að leita að: Helga Magga eða Hleðslu boost.
Næringargildi

Höfundur: Helga Magga