Menu
Hjartalaga marengsterta

Hjartalaga marengsterta

Sæt og dásamlega góð má segja um þessa fallegu hjartalaga marengstertu.  Það þarf ekki að setja allt á annan endann þegar kemur að því að gleðja þá sem maður elskar.  Þessi marengsterta er snilld því hún er einföld og virkilega bragðgóð.

Innihald

12 skammtar

Þrír botnar:

eggjahvítur
sykur
lyftiduft
Bleikur og rauður matarlitur

Fylling:

rjómi frá Gott í matinn
mars (2-3 stk. brytjuð)
jarðarber
Jarðarberjasulta

Skref1

  • Eggjahvíturnar eru þeyttar og sykrinum síðan blandað saman við þar til blandan er stífþeytt.
  • Lyftiduftið er sett varlega saman við.

Skref2

  • Marengsblandan er sett í fjórar skálar og matarlitur eftir smekk hvers og eins settur saman við blönduna.
  • Passa að hræra matarlitnum varlega saman við.
  • Marengsblöndurnar eru settar í sprautupoka með mismunandi sprautustútum (tillaga 1 M, rúnaður og franskur stjörnustútur).
Skref 2

Skref3

  • Þrjú hjörtu eru mótuð á bökunarpappír og marengsblöndunni sprautað í formið.
  • Gott að byrja á einum lit og setja hér og þar á formið.
  • Taka síðan næsta lit og gera hið sama þar til allur flöturinn er þakinn blöndunni.
Skref 3

Skref4

  • Bakað í 1 klst. og 30 mínútur við 125°C hita (blástur).

Skref5

  • Fyllingin er búin til með því að þeyta rjómann, brytja mars og setja saman við ásamt sultu.
  • Rjómafyllingin er sett á neðsta botninn, annar botn þar yfir, aftur rjómablanda og síðan er efsti botninn settur yfir.
  • Jarðarber eru skorin í sneiðar og settar á milli.
Skref 5

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir