Menu
Hindberjapæ

Hindberjapæ

Þetta hindberjapæ er svo dásamlega gott. Blanda af hindberja- og möndlufyllingu með stökkum hafrabotni. Einföld í bakstri, falleg á borði og dásamleg í munni. Svo skemmir ekki fyrir að bera dásemdina fram með þeyttum rjóma.

Innihald

1 skammtar

Botn

smjör
púðursykur
hveiti
haframjöl
matarsódi

Fylling

sykur
hveiti
sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn (180 g)
möndludropar
egg
hindber

Botn

  • Stillið ofn á 180°C.
  • Þeytið smjör og sykur saman í 1-2 mín, vigtið þurrefnin saman við og þeytið vel saman.
  • Undirbúið bökuform með því að spreyja það að innan með PAM spreyi en einnig er hægt að nota eldfast mót ef bökuform er ekki við hendi.
  • Takið tvo þriðju hluta af deiginu og pressið það niður í formið með höndunum.
  • Bakið botninn í 10 mín og útbúið fyllinguna á meðan.

Fylling

  • Blandið öllu fyrir utan berjunum saman í skál og hrærið saman þangað til að það er orðið að góðri blöndu.
  • Takið botninn úr ofninum, hellið fyllingunni yfir botninn og raðið berjunum yfir.
  • Takið þá næst restina af deiginu og klípið í litlar einingar og leggið yfir fyllinguna.
  • Síðan er bakan sett aftur inn í ofn og bökuð í 25 mín.
  • Leyfið bökunni að kólna í 30-60 mín. áður en hún er borin fram eða þannig finnst mér hún best enn smá volg en ekki of heit.
Fylling

Höfundur: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir