Menu
Hindberjadraumur með marsípan og súkkulaði tvisti

Hindberjadraumur með marsípan og súkkulaði tvisti

Sumarfríið er fullkomin tími til að verja aðeins meiri tíma í eldhúsinu en vanalega og þá er þessi dásamlega hindberjaterta alveg toppurinn. Marglaga og meiriháttar góð og kemur manni í sannkallað sumarskap. 

Verðlaunauppskrift í uppskriftakeppni Gott í matinn og Bylgjunnar í maí 2024. 

Innihald

1 skammtar

Marsípan botn

mjúkt smjör
sykur
rifið marsípan
sýrður rjómi 18% eða grísk jógúrt frá Gott í matinn
egg
hveiti
lyftiduft

Súkkulaðimús

matarlímsblöð
dökkt súkkulaði
eggjarauður
sykur
rjómi frá Gott í matinn
súkkulaðimjólk frá MS
eggjahvítur

Hindberjamús

matarlímsblöð
frosin hindber
sykur
vanillusykur
safi úr hálfri sítrónu
sýrður rjómi 18% eða grísk jógúrt frá Gott í matinn
rjómi frá Gott í matinn, þeyttur

Marsípanbotn - aðferð

 • Hitið ofninn í 175°C.
 • Þeytið smjör og sykur saman, þar til blandan verður létt og ljós.
 • Bætið við marsípaninu. Því næst koma eggin, setja eitt egg í einu og bæta líka við sýrða rjómanum.
 • Að lokum er hveiti og lyftiduft sett út í. Þeyta þar til allt hefur blandast saman.
 • Smyrjið form sem er ca. 24 cm að þvermáli með smjöri.
 • Bakið í 20-25 mínútur, miðjan á að vera smá mjúk þegar þið takið kökuna út. Láta hana kólna og byrja að gera súkkulaðimúsina á meðan.

Súkkulaðimús - aðferð

 • Setjið matarlímið í skál með köldu vatni. Látið þau liggja þar í nokkrar mínútur (eða þar til þau verða mjúk viðkomu).
 • Bræðið súkkulaði og látið það kólna.
 • Þeytið eggjarauðurnar þar til léttar og loftkenndar.
 • Bætið við súkkulaðinu saman við eggjarauðurnar þegar það hefur kólnað.
 • Setjið 3 msk. af köldu vatni í glas og hitið í örbylgju þar til hitinn er rétt undir suðumarki. Setjið matarlímið í glasið svo það bráðnar.
 • Takið 2-3 skeiðar úr súkklaði -og eggjarauðu skálinni og setjið í glasið með matarlíminu. Hrærið því vel saman og þegar það er vel blandað þá helli ég öllu sem er í glasinu við súkkulaði- og eggjarauðu blönduna.
 • Þeytið eggjahvítur og sykur þar til þær eru alveg stífar og blandið við súkkulaðiblönduna.
 • Hrærið svo saman rjómanum og súkkulaðimjólkinni og blandið saman við hina blönduna. Hellið yfir marsípan botninn og frystið í minnst 3 tíma.

Hindberjamús - aðferð

 • Loka hnykkurinn er svo hindberjamúsin.
 • Setjið 3 matarlímsblöð í kalt vatn.
 • Hitið í potti hindber, sykur, vanillusykur og sítrónusafa. Fáið suðuna upp og bætið þá matarlíminu við. Leyfið blöndunni að kólna.
 • Þegar blandan er orðin köld bætið þá við sýrðum rjóma og þeyttum rjóma.
 • Hellið yfir súkkulaðimúsina og frystið í lágmarki 3 klst. Best að hafa þetta yfir nótt.
 • Skreytið með ferskum hindberjum og súkkulaði og borðið með bestu lyst.

Höfundur: Marthe Sördal