Menu
Hindberja parfait með grísku jógúrti og hnetukurli

Hindberja parfait með grísku jógúrti og hnetukurli

Frískandi og aðeins hollari kostur sem hentar ýmist sem morgunmatur eða eftirréttur.

Innihald

4 skammtar
grísk jógúrt frá Gott í matinn
rifinn sítrónubörkur
flórsykur

Hindberjamauk

hindber, frosin eða fersk
flórsykur
sítrónusafi

Hnetukurl

möndluflögur
pekanhnetur, gróft saxaðar
hrásykur
hlynsíróp

Skref1

  • Stillið ofninn á 160°.
  • Hrærið öllu sem á að fara í hnetukurlið saman.
  • Dreifið því á bökunarplötu klædda bökunarpappír og bakið í 10 mínútur.
  • Fylgist vel með svo hneturnar brenni ekki. Kælið.

Skref2

  • Setjið allt sem á að fara í hindberjamaukið í pott og sjóðið saman í nokkrar mínútur.
  • Kælið.

Skref3

  • Hrærið saman grískri jógúrt, sítrónuberki og flórsykri.

Skref4

  • Raðið grísku jógúrtblöndunni, hindberjamauki og hnetukurli til skiptis í glös og skreytið með hinberjum og ferskri myntu ef vill.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir