Menu
Heitur pastaréttur með kjúklingi og brokkólí

Heitur pastaréttur með kjúklingi og brokkólí

Gómsætur og einfaldur pastaréttur fyrir unnendur kjúklings og brokkolí. 

Innihald

4 skammtar
heill grillaður kjúklingur, rifinn niður
feskt tortellini pasta með fyllingu að eigin vali
þurrt pasta
Gratínostur
Parmesan
rjómi
lítill brokkólíhaus
egg
rasp
ólífuolía
fersk steinselja

Skref1

  • Hitið ofninn í 180°C.

Skref2

  • Sjóðið þurra pastað í saltvatni í 5 mínútur og bætið þá brokkólíinu út í pottinn í aðrar 5 mínútur.
  • Eftir það kemur ferska Tortellini pastað í 2 mínútur til viðbótar. Samtals 12 mínútur.
  • Látið allt vatn leka vel af pastanu og brokkólíinu og færið yfir í eldfast mót.
Skref 2

Skref3

  • Setjið kjúklinginn og steinseljuna yfir pastað.
  • Pískið saman eggjum, rjóma og Gratínosti.
  • Kryddið blönduna vel með salti og pipar áður en þið hellið henni yfir pastað og kjúklinginn.
  • Blandið saman olífuolíu, parmesan og raspi og hellið yfir allt.
  • Bakið við 180°C í 40 mínútur.
Skref 3

Höfundur: Tinna Alavis