Menu
Heitur brauðréttur með skinku og brokkolí

Heitur brauðréttur með skinku og brokkolí

Klassíkur heitur brauðréttur með skinku og brokkolí stendur alltaf fyrir sínu hvort sem tilefnið er afmælisveisla, saumaklúbbur, ferming nú eða bara kvöldmatur. 

Innihald

1 skammtar
fransbrauð
lítill brokkolíhaus
paprika
blaðlaukur
skinka
piparostur frá MS
Mexíkóostur frá MS
rjómi frá Gott í matinn
rifinn pizzaostur frá Gott í matinn
ólífuolía
salt og pipar

Skref1

  • Skerið skorpuna af brauðinu, brokkolí í munnstóra bita, saxið niður papriku og blaðlauk og skerið skinku í teninga.
  • Steikið brokkolí upp úr ólífuolíu og hellið svo eins og 3 msk. vatni yfir til að mýkja það aðeins.
  • Bætið meiri olíu á pönnuna þegar vatnið hefur gufað upp og steikið papriku og blaðlauk með þar til allt fer aðeins að mýkjast.
  • Saltið og piprið eftir smekk

Skref2

  • Smyrjið eldfast mót að innan með ólífuolíu (eða smjöri) og raðið tvöföldu lagi af brauðsneiðum í botninn.
  • Hellið þá steiktu grænmetinu jafnt yfir brauðið og dreifið einnig úr skinkunni og búið næst til sósuna.

Skref3

  • Hellið um helmingi rjómans á pönnuna og rífið báða kryddostana niður, hrærið þar til báðir hafa bráðnað og bætið þá restinni af rjómanum saman við og hrærið þar til kekkjalaust.
  • Hellið sósunni yfir brauðið og grænmetið.
  • Stráið vel af rifnum osti yfir allt saman og bakið í 180° heitum ofni í um 20 mínútur eða þar til osturinn fer að gyllast.
Skref 3

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir