Menu
Heitur brauðréttur með ostum

Heitur brauðréttur með ostum

Þessi réttur er aðeins sterkur og gott er að hafa nóg af osti til að bleyta vel upp í brauðinu.

Innihald

1 skammtar
Franskbrauð
Piparostur
Mexíkóostur
Smurostur skinkumyrja
Mjólk
Pepperóní
Skinka
Rauð paprika
Græn paprika
Rifinn pizzaostur frá Gott í matinn

Skref1

 • Setjið mjólk í pott undir meðalháum hita.
 • Skerið ostana niður í minni bita og blandið þeim saman við mjólkina ásamt skinkumyrjunni.
 • Hrærið saman og látið ostana bráðna alveg.

Skref2

 • Skerið pepperóní í litla bita ásamt skinkunni og blandið saman við ostablönduna þegar hún hefur náð að bráðna alveg.

Skref3

 • Skerið skorpuna af franskbrauðinu og skerið brauðið niður í litla teninga.
 • Skerið paprikurnar smátt niður.

Skref4

 • Setjið helminginn af brauðinu í eldfast form ásamt helmingnum af rauðu og grænu paprikunni.
 • Hellið ostablöndunni yfir brauðið.
 • Setjið því næst restina af brauðinu yfir ostablönduna ásamt paprikunni og setjið rifinn ost yfir.

Skref5

 • Setjið inn í ofn við 200 gráðu hita og bakið þar til osturinn hefur náð að bráðna og rétturinn orðinn vel heitur.
 • Njótið.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir