Brauðréttir hafa löngum notið mikilla vinsælda og er varla haldin sú veisla þar sem þeir eru ekki á boðstólum. Mín reynsla er sú að brauðréttirnir rjúka út í veislum og því gott að gera ráð fyrir því að vera með brauðrétt í 2 eldföstum mótum.
Það er mjög gott að vita að hægt er að skera brauðteningana með nokkrum fyrirvara, setja í poka og geyma í frysti þar til brauðrétturinn er gerður klár. Fyllingin er bragðgóð en einnig hægt að leika sér með hana og breyta og bæta eftir þörfum.
| samlokubrauð - skorið í litla teninga | |
| kjúklingabringur - skornar í litla bita | |
| matreiðslurjómi frá Gott í matinn | |
| paprikusmurostur | |
| Gamli rjómaosturinn frá Gott í matinn | |
| mexíkóostur | |
| kjúklingateningur | |
| karrí | |
| paprika | |
| laukur | |
| tómatpúrra | |
| hvítlauksblanda eftir smekk | |
| rifinn mozzarella ostur frá Gott í matinn | |
| Doritos |
Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir