Menu
Heitur brauðréttur með Mexíkóosti og Doritos

Heitur brauðréttur með Mexíkóosti og Doritos

Brauðréttir hafa löngum notið mikilla vinsælda og er varla haldin sú veisla þar sem þeir eru ekki á boðstólum. Mín reynsla er sú að brauðréttirnir rjúka út í veislum og því gott að gera ráð fyrir því að vera með brauðrétt í 2 eldföstum mótum. 

Það er mjög gott að vita að hægt er að skera brauðteningana með nokkrum fyrirvara, setja í poka og geyma í frysti þar til brauðrétturinn er gerður klár. Fyllingin er bragðgóð en einnig hægt að leika sér með hana og breyta og bæta eftir þörfum. 

Innihald

12 skammtar
samlokubrauð - skorið í litla teninga
kjúklingabringur - skornar í litla bita
matreiðslurjómi frá Gott í matinn
paprikusmurostur
Gamli rjómaosturinn frá Gott í matinn
mexíkóostur
kjúklingateningur
karrí
paprika
laukur
tómatpúrra
hvítlauksblanda eftir smekk
rifinn mozzarella ostur frá Gott í matinn
Doritos

Skref1

 • Skorpan er skorin af brauðinu.
 • Brauðið síðan skorið í litla teninga.
 • Brauðteningarnir eru svo settir í smurt eldfast mót.

Skref2

 • Kjúklingabringurnar eru skornar í litla bita og þeir síðan steiktir upp úr smjöri og hvítlauksblöndu.

Skref3

 • Paprika og laukur steikt upp úr smjöri, krydduð með hvítlauksblöndunni og sett í skál til hliðar.

Skref4

 • Matreiðslurjómi, rjómaostur, paprikusmurostur, tómatpúrra og karrí er sett í pott og hitað þar til allt hefur blandast saman.

Skref5

 • Mexíkóosturinn er skorinn smátt og settur saman við rjómafyllinguna.

Skref6

 • Þegar osturinn hefur bráðnað er kjúklingnum, paprikunni og lauknum blandað saman við.

Skref7

 • Rjómafyllingin er sett yfir brauðteningana og hrærð saman við.

Skref8

 • Rifnum mozzarella osti er sáldrað yfir brauðréttinn og hann hitaður við 180°C hita í um 25-30 mínútur.

Skref9

 • Þegar brauðrétturinn hefur hitnað í gegn og osturinn tekið smá lit er hann tekinn út úr ofninum og Doritos sáldrað yfir réttinn.

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir