Menu
Heitt rauðkálssalat með ostakubbi, eplum og hnetum

Heitt rauðkálssalat með ostakubbi, eplum og hnetum

Nú þegar líður að jólum með öllum sínum dásamlegu matarboðum er ekki úr vegi að bjóða upp á uppskrift að alveg stórkostlegu meðlæti. Þetta salat er í senn sparilegt, fallegt og næringarríkt. Ostakubburinn frá Gott í matinn fer svo vel með fersku salatinu, sætunni í eplinu og stökkum kasjúhnetunum. Þetta er ríflegt magn og hentar því vel í stærri boð en það má sannarlega geyma það í kæli og hita upp ef það verða afgangar af því.

Innihald

1 skammtar
hvítlauksrif
blaðlaukur
rauðkálshöfuð (lítið)
grænt epli
kasjúhnetur
ólífuolía
balsamedik
ostakubbur frá Gott í matinn
salt og pipar eftir smekk
fersk steinselja

Skref1

 • Byrjið á því að saxa hvítlauk, blaðlauk (20 cm bút), rauðkál og epli.
 • Ristið kasjúhneturnar á þurri pönnu þar til þær eru orðnar vel gylltar. Setjið til hliðar.

Skref2

 • Hitið olíu og edik saman á pönnu og bætið hvítlauk út á.
 • Steikið hvítlaukinn í 1 mín við meðalhita, gætið þess að brenna hann ekki.
 • Setjið blaðlaukinn út á pönnuna og steikið með hvítlauknum í smástund.
 • Bætið þá söxuðu rauðkálinu og eplinu saman við.
 • Saltið aðeins og piprið og steikið á pönnunni við vægan til meðalhita í 30 mín eða þar til rauðkálið hefur mýkst vel en ennþá stökkt inní.

Skref3

 • Myljið ostakubbinn yfir rauðkálið og hellið hnetunum út á.
 • Blandið saman á pönnunni og setjið í fallega skál.
 • Stráið smá af ferskri steinselju yfir.
 • Berið fram með hverju sem ykkur dettur í hug, fer sérlega vel með hvers kyns hátíðarmat, líkt og kalkún, lambi eða andabringum.

Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal