Menu
Heit ostaídýfa með Óðalsostum

Heit ostaídýfa með Óðalsostum

Æðisleg ostaídýfa sem getur alls ekki klikkað. Fullkomin í saumaklúbbinn eða við hvaða tilefni sem er.

Innihald

4 skammtar
ólífuolía
laukur
rauð paprika
græn paprika
Gamli rjómaosturinn frá Gott í matinn
Óðals cheddar
Óðals Búri
mjólk (1-2 dl)
chili pipar
jalapeno pipar
salt og pipar
kóríander
nachos flögur

Skref1

  • Skerið paprikurnar, laukinn, chili piparinn, jalapeno piparinn og kóríanderinn afar smátt.
  • Rífið ostana niður.

Skref2

  • Steikið grænmetið (ekki kóríanderinn) upp úr olíunni í 1 – 2 mínútur eða þar til laukurinn er orðinn glær og mjúkur í gegn.
  • Bætið rjómaostinum saman við og hrærið.
  • Bætið ostunum saman við og hrærið stöðugt.

Skref3

  • Bætið mjólk smám saman við eða þar til þið eruð ánægð með þykktina á ídýfunni.
  • Bragbætið ídýfuna með salti og pipar.
  • Skerið niður kóríander og dreifið yfir í lokin.
  • Berið ostaídýfuna fram með nachosflögum.

Höfundur: Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir