Menu
Heit Kókómjólk með sykurpúðum

Heit Kókómjólk með sykurpúðum

Kókómjólk er ekki aðeins góð ísköld heldur hentar hún frábærlega í heita og góða jóladrykki! Hér er á ferðinni einfalt og gott heitt kakó sem gaman er að poppa upp með jólalegu sykurpúðaföndri.

Innihald

2 skammtar
Kókómjólk
Sykurpúðar eftir smekk
Súkkulaðispænir eftir smekk
Rjómi frá Gott í matinn

Sykurpúðaföndur:

Súkkulaði, brætt
Stórir sykurpúðar
Þykkur glassúr: um ½ eggjahvíta og 150 g flórsykur
Rautt og appelsínugult nammi fyrir nef
Saltstangir og saltkringlur

Heitt kakó

  • Hellið kókómjólkinni í pott og hitið rólega upp.
  • Hellið í glös eða bolla, toppið með smávegis þeyttum rjóma, sykurpúðum og súkkulaðispæni.

Sykurpúðaföndur

  • Byrjið á að bræða súkkulaði og hella t.d. í lítinn sprautupoka eða plastpoka og klippið örlítið horn af til að sprauta í gegn.
  • Bætið flórsykrinum rólega saman við eggjahvítuna þar til þykktin er eins og þið viljið hafa hana. Athugið að glassúrinn þarf að vera vel þykkur til að virka sem lím fyrir skrautið á sykurpúðana.
  • Hreindýr: Þræðið sykurpúða upp á tréprjón. Sprautið augu á hreindýrin með súkkulaðinu og límið nef með glassúr ásamt hornum úr hálfum saltkringlum. Gott að kæla strax.
  • Snjókarlar: Þræðið þrjá sykurpúða upp á tréprjón. Sprautið augu, munn og tölur á snjókarlana og límið nef með glassúr. Setjið e.t.v. hendur og fætur úr saltstöngum.
Sykurpúðaföndur

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir