Menu
Heimalöguð tómatsósa með salami og kjúklingabaunum

Heimalöguð tómatsósa með salami og kjúklingabaunum

Eru ekki allir að biðja um eitthvað fljótlegt og kósý í matinn þessa dagana? Þá er þessi pastaréttur gráupplagður. Verulega góður, auðveldur og fljótlegur. Dætur okkar eru líka hrifnar af honum sem fær hann til að falla í flokk góðs og matarmikils fjölskyldukvöldverðar!

Innihald

4 skammtar
rauðlaukur, saxaður
ólífuolía
salami, sjá skýringu
niðursoðnir tómatar
kjúklingabaunir, mega vera niðursoðnar
salt og svartur pipar
sykur

Skref1

  • Það má kaupa salami niðursneitt í áleggsbréfi eða heila pylsu. Gott er að nota pylsu til að fá stærri bita og gera réttinn meira djúsí. Í þetta magn þarf um 7 cm af pylsunni, hún er sneidd niður og skorin í bita. Um eitt áleggsbréf.

Skref2

  • Mýkið lauk í olíu í potti eða á djúpri pönnu, bætið salamibitum saman við og látið malla í 5 mínútur, hrærið reglulega í á meðan.

Skref3

  • Hellið tómötum í pottinn sem og baunum.
  • Látið sósuna malla á vægum hita í 10-20 mínútur án þess að hafa lok yfir pottinum.
  • Þannig nær hún að þykkna og ná þessum sælkeraeiginleikum.

Skref4

  • Sykrið, þessu má sleppa en ég tek fram að það er oft mjög gott að setja örlítinn sykur í tómatsósur.
  • Saltið og piprið.
  • Berið loks fram með uppáhaldspastanu og rifnum parmesanosti.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir