Menu
Heimagert baguette brauð

Heimagert baguette brauð

Innihald

1 skammtar

Baguette:

volgt vatn
þurrger
sykur
olía
salt
hveiti

Hvítlauksolía:

ólífuolía
hvítlauksgeirar
salt og pipar
ítölsk kryddblanda
örlítið af chiliflögum
sítrónusafi

Aðferð

  • Blandið volgu vatni, þurrgeri, sykri og olíu saman í skál.
  • Leyfið blöndunni að taka sig örlítið.
  • Sáldrið saltinu yfir og síðan hveitinu í litlum skömmtum saman við.
  • Hnoðið vel og leyfið að lyfta sér í um 1 klst.
  • Mótið brauðið í lengjur, búið til holur ofan á brauðið með fingrunum og penslið hvítlauksolíunni yfir.
  • Bakið við 190°C hita (blástur) í um 25 mínútur eða þar til brauðið er bakað í gegn.

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir