Menu
Heimagerður rjómaís með vanillu, ferskum jarðarberjum og jarðarberjakonfekti

Heimagerður rjómaís með vanillu, ferskum jarðarberjum og jarðarberjakonfekti

 1. Aðskiljið eggjarauðurnar frá hvítunum. Setjið eggjarauðurnar í skál. 

 2. Blandið sykrinum saman við og hrærið vandlega saman. Setjið til hliðar í augnablik á meðan þið sinnið öðrum hráefnum sem eiga að fara í ísinn. 

 3. Næst er að stífþeyta eggjahvíturnar. Það hjálpar að setja smá sykur saman við þær.

 4. Svo er það auðvitað rjóminn - en hann er lykilatriði í þessari uppskrift og ástæða þess að fólk biður um ábót. Takið hann beint úr kælinum og þeytið. Gætið þess að breyta honum ekki í smjör. 

 5. Næst er svo að saxa jarðarberin í litla bita. 

 6. Svo konfektið. Í þessa uppskrift eru notaðir jarðarberjakonfektmolar frá Nóa Síríus en það má vitaskuld nota sína uppáhaldsmola. En til að finna 40 stk. af jarðarberjamolunum þarf bara að róta í gegnum nokkra kassa hjá vinum og vandamönnum og sé viljinn fyrir hendi er allt mögulegt. 

 7. Svo er lítið annað en að blanda ísnum saman. Hrærið fyrst rjómann saman við eggjarauðurnar, svo eggjahvíturnar. 

 8. Því næst skafið þið innan úr einni vanillustöng og hrærið vandlega saman við ísinn. Þarna er maður kominn með vanilluís - og í raun hægt að stöðva á þessum tímapunkti - eða halda áfram með hvaða annað hráefni sem er.

 9. Blandið jarðarberjunum og konfektinu vandlega saman við.

 10. Setjið blönduna í ísskál og hrærið eftir leiðbeiningum, eða setjið blönduna í form og inn í frysti í a.m.k. 5 klst.

 11. Fyrir þá sem vilja súkkulaðisósu er upplagt að bræða saman gott súkkulaði og rjóma - og mögulega smá koníak sé maður í stuði.

Innihald

1 skammtar
rjómi
egg
sykur
vanillustöng
fersk jarðarber
jarðarberjakonfektmolar

Íssósa:

rjómi
gott súkkulaði
skvetta af koníaki (ekki nauðsynlegt)

Höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson