Menu
Heimagerður ís með creme brulee skyri og karamellu

Heimagerður ís með creme brulee skyri og karamellu

Virkilega góð og einföld ísterta sem um er að gera að búa til með góðum fyrirvara til að minnka stress og álag síðustu dagana fyrir jól. Njótið!

Innihald

12 skammtar

Ís

egg
sykur
rjómi frá Gott í matinn
Ísey skyr creme brulee
vanilludropar
púðursykur

Karamella

karamellur
rjómi frá Gott í matinn

Toppur

hakkaðar heslihnetur
dökkt súkkulaði
Karamellusósa

Skref1

  • Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt.
  • Blandið púðursykri varlega saman við með sleif.

Skref2

  • Þeytið rjóma þar til hann stendur og blandið skyrinu saman við rjómann.
  • Blandið rjómaskyrblöndunni saman við og hrærið varlega með sleif ásamt vanilludropum.

Skref3

  • Stífþeytið eggjahvíturnar og hrærið saman við.
  • Það er ekki nauðsynlegt að setja eggjahvíturnar saman við ísinn. Það er um að gera að nýta þær í t.d marengstoppa eða annað. Það verður hins vegar meira úr ísnum að blanda þeim saman við.
  • Setjið ísinn í hringlaga smelluform eða það form sem þið viljið nota.

Skref4

  • Setjið rjóma og karamellur í pott og bræðið yfir meðalháum hita.
  • Gott er að hræra vel hérna svo að karamellurnar brenni ekki við.
  • Hellið karamellunni yfir ísinn og blandið henni saman við með því að snúa hníf í hringi í gegnum ísinn þar til karamellan hefur náð að blandast saman við.

Toppur

  • Saxið súkkulaðið smátt niður og setjið ofan á ísinn ásamt hökkuðum heslihnetum.
  • Þrýstið þeim varlega niður til að festa þær við ísinn.
  • Frystið í að lágmarki 5 klukkustundir.
  • Gott er að bera ísinn fram með karamellusírópi/sósu og rjóma.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir