Menu

Heimagerð ísterta með bismark rjómasúkkulaði

Ís og ístertur eru hluti af hátíðahöldunum. Það er virkilega gaman að búa til sinn eigin ís og bera fram í boðinu. Það er líka mjög auðvelt að bæta við botni, setja ísinn ofan á og gera ístertu. Ef þig langar í ferska og bragðgóða ístertu þá er þessi málið.  Þessi uppskrift er mild og góð. Vel hægt að sleppa botninum og gera dásamlegan bismarkís.

Innihald

12 skammtar

Botn:

pakki Pólókex
smjör, brætt
sykur

Ís:

eggjarauður
sykur
vanilludropar
rjómi frá Gott í matinn
pakki rjómasúkkulaði bismark - brytjað

Skreyting:

marssúkkulaði
rjómasúkkulaði
rjómi frá Gott í matinn (4-6 msk.)

Botn

  • Kexið er mulið í matvinnsluvél, smjörið brætt og blandað saman við ásamt sykrinum.
  • Blandan er sett í smurt bökunarform.
  • Sett í kæli.

Bismarkís

  • Eggjarauður og sykur er þeytt vel saman. Vanilludropunum blandað saman við. Rjóminn er þeyttur í annarri skál og síðan settur varlega saman við. Að lokum er súkkulaðið brytjað og blandað saman við.
  • Ísblöndunni er hellt yfir kexbotninn og síðan fryst. Gott að taka tertuna út um 30 mínutum áður en bera á ísinn fram til að leyfa botninum að mýkjast.
  • Ef þú átt ísgerðarskál þá er hægt að hella blöndunni í skálina og leyfa henni að hrærast í 20 mínútur en þannig verður ísblandan silkimjúk. Ísinn er þá settur yfir kexbotninn nánast tilbúinn og því hægt að bera fram kökuna strax.
  • Einnig er hægt að borða ísinn einan og sér en hann er einstaklega bragðgóður.

Skreyting

  • Ístertan er skreytt með karamellusósu sem búin er til úr marssúkkulaði, rjómasúkkulaði og rjóma sem hituð eru saman í potti og síðan hellt yfir.

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir