Menu
Heimabakað brauð með kryddjurtum, osti og salami

Heimabakað brauð með kryddjurtum, osti og salami

Það er fljótlegt að baka brauð með lyftidufti þar sem brauðið fer strax í ofninn og deigið þarf ekkert að hefast. Deigið er hrært með sleif og óþarfi er að hnoða það mikið.

Innihald

8 skammtar
hveiti - byrja með 5 dl og bæta við eftir þörfum
lyftiduft
rifinn ostur frá Gott í matinn
salami eða reykt skinka (skorin í strimla)
ferskt rósmarín eða timjan (rúmlega helmingurinn notaður)
mjólk
dijon sinnep
gott flögusalt

Skref1

  • Stillið ofninn á 200°C.
  • Setjið hveiti, lyftiduft, rifinn ost, salami, smá af salti og aðeins af kryddjurtunum í skál.

Skref2

  • Blandið saman mjólk og dijon sinnepi.
  • Hellið mjólkinni saman við hveitiblöndunina og hrærið saman.

Skref3

  • Deigið má vel vera aðeins klístrað en bætið samt örlitlu hveiti við eftir þörfum þar til nokkuð gott deig hefur myndast.
  • Takið til kringlótt form, smyrjið það og dustið það með hveiti.
  • Setjið deigið í formið og þrýstið aðeins á það svo það þekji nokkurn veginn botninn á forminu.
  • Stráið grófu salti yfir og dreifið aðeins af kryddjurtunum yfir.

Skref4

  • Bakið brauðið neðarlega í ofninum í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til brauðið er orðið gyllt og fallegt á litinn.
  • Stráið meira kryddi yfir brauðið og jafnvel aðeins af fallegu salti áður en það er borið fram.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal