Menu
Heilhveitipizza með kjúklingi, beikoni og fleira góðgæti

Heilhveitipizza með kjúklingi, beikoni og fleira góðgæti

Innihald

4 skammtar

Haframylsna innihald:

hafrar
sólblómafræ
möndluflögur
stórt hvítlauksrif, skorið í þunnar sneiðar
hlynsíróp
ólívuolía
sjávarsalt og svartur pipar

Botn innihald:

ylvolgt vatn
þurrger
hrásykur
ólívuolía
heilhveiti
sjávarsalt
Óðals Ísbúi, rifinn

Álegg

kjúklingabringur, skornar í smáa teninga
olía
herbs de Provence
sjávarsalt og svartur pipar
beikonsneiðar, skornar í ræmur
lárpera, skorin í sneiðar
handfylli af fersku salati
rjómi frá Gott í matinn
fínrifinn parmesanostur
sítrónusafi
hrásykur á hnífsoddi

Haframylsna

  • Hitið ofninn á 180°.
  • Blandið öllu saman í skál og setjið í eldfast mót.
  • Bakið í 15-20 mínútur.
  • Hrærið af og til á meðan á bakstri stendur.

Botn

  • Leysið gerið upp í vatninu. Hrærið og setjið sykur og olíu saman við.
  • Bætið heilhveiti og salti smátt og smátt út í eða þar til deigið er orðið mjúkt og hætt að klístrast. Hnoðið í fáeinar mínútur.
  • Setjið deigið í olíuborna skál. Hyljið með rökum klút og látið hefast á hlýjum stað í 30 mínútur.
  • Stillið ofninn á 200°.
  • Hnoðið deigið aðeins niður og skiptið því í fjóra hluta.
  • Fletjið hvern hluta út í langan renning.
  • Leggið á bökunarplötu klædda bökunarpappír.
  • Sáldrið ostinum yfir og bakið þar til pizzubotnarnir eru orðnir gullnir.

Toppur

  • Kryddið kjúklingabitana með salti, pipar og herbs de Provence. Steikið í um 5 mínútur á pönnu eða þar til gegnum steikt.
  • Takið kjúklingabitana af pönnunni og steikið beikonræmurnar.
  • Setjið salat ofan á bakaða pizzubotnanna, þá kjúkling, beikon og lárperu.
  • Pískið saman rjóma, sítrónusafa, parmesanosti og hrásykri. Sáldrið sósunni yfir áleggið og toppið síðan með haframylsnunni.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir