Menu
Heilbakaður Gullostur með timjan og hvítlauk

Heilbakaður Gullostur með timjan og hvítlauk

Vefjið smjörpappír utan um ostinn, pikkið átta göt ofan í ostinn og stingið ögn af timjan ásamt þunnum sneiðum af hvítlauk ofan í götin. Dreypið örlítilli ólífuolíu yfir. Pakkið ostinum aftur inn í bréfið sem var utan um hann og bakið hann í 30 mínútur við 160°C. Berið ostinn fram með grilluðu hvítlauksbrauði.

Innihald

1 skammtar

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir