Menu
Hátíðleg humarsúpa

Hátíðleg humarsúpa

Virkilega góð og hátíðleg uppskrift að humarsúpu fyrir 6-8 manns.

Innihald

6 skammtar

Humarsúpa

cayenne-pipar á hnífsoddi
maizena-mjöl til þykkingar ef vill
salt og pipar
humarhalar í skel
laukur
hvítlauksrif
smjör
ólífuolía
karrí
paprikuduft
stjörnuanís (1-2 stk. eða má sleppa)
tómatþykkni (pureé)
vatn
grænmetiskraftur
olía til steikingar
góð skvetta af koníaki eða brandíi (má sleppa)
matreiðslurjómi frá Gott í matinn
rjómi eða sýrður rjómi frá Gott í matinn

Skref1

  • Skelflettið humarhalana og fjarlægið görnina.
  • Saxið laukinn og hvítlaukinn.
  • Hitið smjör og olíu í potti og brúnið skelina vel.
  • Bætið þá lauknum og hvítlauknum út í og svo karríi, paprikudufti, cayenne-pipar, anís og tómatþykkni.
  • Brúnið áfram í 1–3 mínútur.

Skref2

  • Hellið vatninu í pottinn og látið suðuna koma upp.
  • Látið sjóða niður við lágan hita í opnum potti þar til um helmingur er eftir.
  • Bætið þá grænmetiskraftinum út í.
  • Sigtið soðið og geymið.

Skref3

  • Takið annan pott og hitið vel.
  • Setjið olíu í hann og snöggsteikið humarhalana.
  • Hellið koníakinu yfir og því næst humarsoðinu.
  • Hitið að suðu og setjið matreiðslurjómann út í.
  • Bragðbætið með salti og pipar. Einnig getur þurft að bæta við smákrafti.
  • Þykkið með maizena-mjöli ef vill.

Skref4

  • Léttþeytið rjómann, ausið súpunni á diska og setjið eina skeið af rjómanum eða sýrðum rjóma á miðjuna á hverjum diski.
  • Skreytið t.d. með timían eða malið svartan pipar yfir.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir