Menu
Hátíðarsúkkulaðimús úr rjómaosti og gæðasúkkulaði

Hátíðarsúkkulaðimús úr rjómaosti og gæðasúkkulaði

Þessi súkkulaðimús er sérlega ljúffeng og einföld. Hún er gerð úr rjómaosti og súkkulaði og hér er um að gera að prófa ólíka osta sem og súkkulaði. Það sem er þægilegt við súkkulaðimús sem eftirrétt er að hún er undirbúin fyrirfram, hana má setja í eina stóra skál eða fyrir hvern og einn í boðinu. Þetta er því stresslaus uppskrift að góðu matarboði.

Innihald

8 skammtar

rjómaostur frá Gott í matinn
flórsykur (8-10 msk)
egg
vanilla
brætt suðusúkkulaði að eigin vali; allt upp í 70% sterkt, örlítið kælt
þeyttur rjómi frá Gott í matinn
saxað suðusúkkulaði með myntufyllingu (150-200 g), 70%, fínt að nota After Eight

Skref1

  • Hrærið rjómaostinn mjúkan í skál.
  • Hrærið saman sykur og egg í annarri skál þar til létt og ljóst.
  • Bætið vanilludropum saman við eggjablönduna og bræddu súkkulaðinu líka með því að hella því í mjórri bunu meðan hrært er.
  • Blandið vel.

Skref2

  • Rjómaosturinn settur saman við súkkulaðiblönduna og allt er hrært vel saman, þar til mjúkt og kekkjalaust.
  • Þeytti rjóminn fer næstur í blönduna en best er að hræra hann saman við á hægum hraða í hærivél eða með sleif.
  • Að lokum er saxaða myntusúkkulaðið hrært saman við og látið flæða jafnt og þétt um músina.

Skref3

  • Setjið í eina skál eða fleiri litlar, plastfilmu yfir og í ísskáp þar til á að bera fram.
  • Skreytið að vild.
  • Músin geymist vel í ísskáp og upplagt að gera hana daginn áður en á að bera hana fram.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir